|
Jæja
Þá er þetta bara að bresta á! Við Solveig og okkar fríða föruneyti leggjum af stað í fyrramálið. Fljúgum til Amsterdam kl 07:55, þaðan til Beijing og loks til Xiamen. Við munum búa á hóteli sem heitir Marco Polo!!! Er það ekki fyndið? Allir leigubílstjórar í Xiamen þekkja það þannig að við munum alltaf komast heim :) Eftir að hafa verið í Xiamen í einhverja daga fljúgum við aftur til Beijing og verðum þar í nokkra daga líka og meira að segja með leiðsögumann! Við förum að sjá Kínamúrinn og allt!!! :):) Í dag ætlum við Solveig að kaupa okkur (allavega mér) tímarit til að lesa á leiðinni og sundföt handa henni, maður veit nú aldrei. Reyndar er ekkert heitt þarna á þessum árstíma og mun líklega rigna mikið. En það er allt í lagi. Þetta er svo spennandi!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 10:04
|
|
|